Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ibra Camara yfirgefur Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ibrahima Camara hefur ákveðið að semja ekki aftur við Njarðvík eftir eitt og hálft ár hjá félaginu.

Þessi öflugi varnarsinnaði miðjumaður spilaði 10 leiki í fyrrasumar og 19 leiki í ár en hann er spænskur og hafði alla tíð leikið í neðri deildunum þar í landi.

Ibra var mikilvægur hlekkur í liði Njarðvíkur sem endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í sumar, tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

„Nú þegar leiðir skilja vill Knattspyrnudeildin koma þökkum til Ibra fyrir sitt framlag til félagsins, sem og óska honum velfarnaðar á nýjum slóðum, hvar sem þær verða," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Njarðvík. „Gracias, Ibra!"
Athugasemdir
banner
banner
banner