Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak tryggði Dusseldorf dramatískan sigur
Mynd: Fortuna Düsseldorf

Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja Dusseldorf þegar liðið lagði Greuther Furth á útivelli í næst efstu deild í Þýskalandi í kvöld.


Dusseldorf komst yfir undir lok fyrri hálfleiks en Greuther Furth tókst að jafna metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Staðan var óbreytt þangað til Dusseldorf fékk vítaspyrnu í uppbótatíma. Ísak steig á punktinn og skoraði og tryggði liðinu 2-1 sigur.

Hann var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn og Valgeir Lunddal Friðriksson var einnig í byrjunarliðinu en var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Þetta var fyrsti leikurinn í 7. umferð en Dusseldorf ere á toppnum með 17 stig, þremur stigum á undan Karlsruher.


Athugasemdir
banner
banner
banner