Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Úrslitaleikur á Laugardalsvelli í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska fótboltatímabilið fer að líða undir lok og eru þrettán leikir á dagskrá um helgina.

Það fer einn leikur fram í kvöld þegar Selfoss tekur á móti KFA í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins á Laugardalsvelli.

Á morgun eiga titilbaráttulið Breiðabliks og Vals bæði leik í Bestu deild kvenna, þar sem Blikar taka á móti FH á meðan Valur heimsækir Víking R.

Keflavík og Afturelding eigast þá við í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar sem fer fram á Laugardalsvelli og mun sigurvegarinn tryggja sér sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

Á sama tíma fer lokaumferðin í 2. deild kvenna fram, þar sem KR og Völsungur berjast um sæti í Lengjudeildinni á næsta ári. Liðin eru jöfn á stigum en KR er með örlítið betri markatölu.

Á sunnudaginn er mikil spenna í Bestu deild karla þar sem titilbaráttulið Breiðabliks og Víkings R. eiga bæði útileiki. Blikar heimsækja FH í fyrri leik dagsins, áður en Víkingur kíkir í heimsókn til Vals á Hlíðarenda.

Þá eru gríðarlega mikilvægir slagir á dagskrá í fallbaráttunni, þar sem Vestri, HK, Fylkir og KR eru að berjast um síðustu öruggu sætin í efstu deild.

Þróttur R. og Þór/KA mætast einnig í efri hluta Bestu deildar kvenna á sunnudaginn.

Stjarnan spilar að lokum við ÍA á mánudagskvöldið í baráttunni um þriðja sæti Bestu deildarinnar sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta ári.

Föstudagur
Fótbolti.net bikarinn
19:15 Selfoss-KFA (Laugardalsvöllur)

Laugardagur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
14:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)

Lengjudeild karla - Umspil
14:00 Keflavík-Afturelding (Laugardalsvöllur)

2. deild kvenna - A úrslit
14:00 Haukar-Völsungur (BIRTU völlurinn)
14:00 KR-Einherji (Meistaravellir)

Sunnudagur
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KR-Fram (Meistaravellir)
14:00 Vestri-HK (Kerecisvöllurinn)
17:00 Fylkir-KA (Würth völlurinn)

Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 Þróttur R.-Þór/KA (AVIS völlurinn)

Mánudagur
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner