Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Milan getur unnið þriðja deildarleikinn í röð
Mynd: EPA
Ítalska fótboltahelgin hefst strax í kvöld þegar AC Milan fær Lecce í heimsókn og getur unnið þriðja deildarleikinn sinn í röð.

Milan getur jafnað Torino á toppi Serie A deildarinnar með sigri í kvöld en Lecce er þremur stigum á eftir Milan, með fimm stig eftir fimm umferðir.

Ítalíumeistarar Inter mæta til leiks í hádegisleiknum á morgun á útivelli gegn Udinese, áður en Genoa fær stórveldi Juventus í heimsókn. Meistaradeildarlið Bologna og Atalanta eigast svo við í hörkuslag í kvöldleiknum.

Það eru fimm leikir á dagskrá á fjörugum sunnudegi, þar sem Torino á erfiðan heimaleik við Lazio áður en Roma fær nýliða Venezia í heimsókn en Mikael Egill Ellertsson hefur verið að fá spiltíma með Feneyingum.

Empoli gæti reynst eitt af spútnik liðum tímabilsins og á heimaleik við Fiorentina sem hefur farið hægt af stað. Albert Guðmundsson missti af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla en kom inn af bekknum í síðustu umferð og tryggði sigur gegn Lazio með tveimur vítaspyrnumörkum.

Napoli og Monza eigast svo við í kvöldleiknum á sunnudag eftir að hafa bæði sigrað leiki sína í ítalska bikarnum nokkuð þægilega.

Parma og Cagliari eigast við í síðasta leik sjöttu umferðar á mánudagskvöldið.

Föstudagur
18:45 Milan - Lecce

Laugardagur
13:00 Udinese - Inter
16:00 Genoa - Juventus
18:45 Bologna - Atalanta

Sunnudagur
10:30 Torino - Lazio
13:00 Como - Verona
13:00 Roma - Venezia
16:00 Empoli - Fiorentina
18:45 Napoli - Monza

Mánudagur
18:45 Parma - Cagliari
Athugasemdir
banner
banner
banner