Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juventus áfrýjar dómi í máli gegn Ronaldo
Mynd: Getty Images

Juventus hefur ákveðið að áfrýja úrskurði í máli félagsins gegn Cristiano Ronaldo fyrrum leikmanni ítalska félagsins.


Ronaldo taldi sig eiga inni laun hjá félaginu og hann vann málið. Juventus þarf að borga honum 19,5 milljónir evra en félagið hefur nú áfrýjað dómnum.

Leikmenn Juventus gerðu samning við félagið í Covid-faraldrinum að fá launin greidd síðar en félagið hefur ekki enn borgað Ronaldo sín laun.

Ronaldo lék með Juventus frá 2018-2021 áður en hann gekk aftur til liðs við Man Utd og svo til Al-Nassr þar sem hann spilar í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner