Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique gagnrýninn á Xavi: Barca spilaði eins og Eibar
Mynd: PSG
Mynd: EPA
Gerð var heimildarmynd um Luis Enrique, þjálfara PSG, og er ýmislegt áhugavert sem kemur þar fram.

Enrique gagnrýndi Xavi, fyrrum þjálfara Barcelona, meðal annars í heimildarmyndinni.

„Barcelona stjórnaði ekki leikjum undir stjórn Xavi og spilaði lélega vörn. Ter Stegen bætti met yfir langar sendingar. Barcelona spilaði eins og Eibar," sagði Enrique. Hann var svo spurður út í heimildarmyndina á fréttamannafundi í gær.

„Ég hef alltaf átt í góðum samskiptum við fjölmiðlafólk en ég væri samt til í að þurfa ekki að svara spurningum. Ég væri tilbúinn til að lækka launin mín um 25% til 50% ef ég fengi að sleppa við að ræða við fjölmiðla. Ég væri snöggur að skrifa undir þann samning og þyrfti ekki að hugsa mig tvisvar um," sagði hann meðal annars á fundinum.

Enrique er 54 ára gamall og gerði flotta hluti sem aðalþjálfari hjá Celta Vigo, Barcelona og spænska landsliðinu áður en hann tók við hjá PSG í fyrra.

Hann hóf þjálfaraferilinn með varaliði Barcelona áður en hann tók við sem aðalþjálfari hjá AS Roma í ítalska boltanum.

Enrique átti farsælan feril sem atvinnumaður þar sem hann skipti frá Real Madrid til Barcelona 1996 og spilaði meira en 500 leiki samanlagt fyrir stórveldin.
Athugasemdir
banner
banner