Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Markmið Man Utd að vinna ensku deildina 2028
Omar Berrada.
Omar Berrada.
Mynd: Getty Images
Omar Berrada framkvæmdastjóri Manchester United setur stefnuna á að liðið vinni ensku úrvalsdeildina 2028.

United hefur farið illa af stað á þessu tímabili og aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. Berrada ætlar hinsvegar að koma United aftur á toppinn.

Það er engin tilviljun að markmiðið sé sett á 2028 en það ár fagnar félagið 150 ára afmæli. Það var stofnað sem Newton Heath árið 1878 en nafninu breytt í Manchester United 1902.

Berrada hélt fund með starfsmönnum United í vikunni og tilkynnti þar 'Verkefni 150' eins og markmiðið kallast. Inn í því markmiði er einnig að kvennalið félagsins verði Englandsmeistari á næstu árum.

Miklar breytingar hafa orðið bak við tjöldin síðan Sir Jim Ratcliffe kom inn í félagið.
Athugasemdir
banner
banner