Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG í viðræðum við Donnarumma
Mynd: EPA
Franska stórveldið Paris Saint-Germain hefur hrint af stað samningsviðræðum við ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Donnarumma, sem á tæplega tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið.

Donnarumma hefur verið mikilvægur hlekkur í liði PSG frá komu sinni til félagsins en fyrir það var hann yngsti byrjunarliðsmarkvörður í sögu AC Milan.

Donnarumma er aðeins 25 ára gamall en hann lék 251 leik fyrir AC Milan og er með 118 leiki að baki fyrir PSG, auk þess að hafa varið mark ítalska landsliðsins 68 sinnum.

„Hann getur orðið goðsögn hjá PSG," segir Enzo Raiola, umboðsmaður Donnarumma. „Við erum mjög ánægðir hjá PSG og höfum byrjað viðræður við félagið um nýjan samning."
Athugasemdir
banner
banner
banner