Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 12:48
Elvar Geir Magnússon
Rodri frá út tímabilið og Guardiola útilokar ekki janúarkaup
Rodri snýr aftur á næsta tímabili.
Rodri snýr aftur á næsta tímabili.
Mynd: EPA
Kevin De Bruyne er áfram meiddur.
Kevin De Bruyne er áfram meiddur.
Mynd: EPA
Pep Guardiola stjóri Manchester City staðfesti það á fréttamannafundi í dag að spænski miðjumaðurinn Rodri yrði ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla sinna.

Rodri sleit krossband gegn Arsenal og fór í aðgerð í morgun. Hann meiddist á 21. mínútu leiksins eftir samstuð við Thomas Partey.

„Þetta tímabil er búið. Svona hlutir gerast. Við sýnum honum stuðning í bataferlinu. Við erum ekki með annan leikmann eins og hann. En ef allir leggjast á eitt getum við komið með þá þætti sem Rodri hefur fært okkur. Við þurfum að gera það sem lið og finna leið til að spila marga leiki án lykilmanns. Við erum sterkari með Rodri," segir Guardiola.

Verður keyptur nýr leikmaður í hans stað í janúar?

„Við ræðum málin, sjáum hvað gerist. Við höfum tíma til að skoða hlutina."

Kevin De Bruyne var ekki með gegn Arsenal vegna meiðsla og verður heldur ekki með City gegn Newcestle á morgun. Guardiola segir að belgíski landsliðsmaðurinn snúi mögulega ekki aftur fyrr en eftir landsleikjagluggann í október.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner