Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 10:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotmark Liverpool í sumar að fá nýjan samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anthony Gordon er samkvæmt Fabrizio Romano að fá nýjan samning hjá Newcastle og nýja samningnum fylgir væn launahækkun.

Gordon er 23 árs kantmaður sem keyptur var til Newcastle frá Everton í janúar í fyrra.

Þá skrifaði hann undir samning sem gildir fram á sumarið 2026. Nýi samningurinn á að gilda til 2029.

Romano segir að samkomulag sé í höfn og Gordon verði á meðal launahæstu leikmanna félagsins.

Gordon var eftirsóttur í sumar og var Liverpool ekki langt frá því að krækja í hann í skiptum fyrir Joe Gomez. Newcastle þurfti að fá inn fjármagn en náði að finna aðrar leiðir til þess að laga bókhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner