Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesta að markamaskínan unga sé komin til Man Utd
Chido Obi-Martin.
Chido Obi-Martin.
Mynd: Getty Images
Chido Obi-Martin er orðinn leikmaður Manchester United en danski fjölmiðillinn Tipsbladet segist hafa fengið þetta staðfest.

Fabrizio Romano segir einnig frá því að enska úrvalsdeildin hafi samþykkt félagaskiptin.

Obi-Martin hefur verið að æfa einn á meðan Arsenal og Man Utd hafa verið að ræða saman um félagaskiptin, en Obi-Martin kemur til United frá Arsenal.

United lagði mikið á sig að fá hann til félagsins en Ruud van Nistlerooy, fyrrum sóknarmaður Man Utd, sem er í þjálfarateymi liðsins í dag, hafði mikil áhrif á val Obi-Martin.

Obi-Martin er 16 ára gamall og fæddur í Danmörku en flutti ungur að árum til Englands.

Hann kom sér í fréttirnar á síðasta tímabili er hann skoraði tíu mörk í 14-3 sigri U16 ára liðs Arsenal á Liverpool. Þá skoraði hann sjö mörk fyrir U18 ára liðið gegn Southampton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner