Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Targett ekkert spilað vegna exems
Eddie Howe og Matt Targett.
Eddie Howe og Matt Targett.
Mynd: EPA
Matt Targett hefur ekkert verið með Newcastle í byrjun tímabilsins og bakvörðurinn verður heldur ekki með gegn Manchester City um helgina.

Eddie Howe og lærisveinar hafa farið af stað á tímabilinu af ágætis krafti og sitja í sjötta sæti. Howe greindi frá því að exem hafi haldið Targett frá.

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð.

„Matt hefur verið mjög slæmur af exemi síðustu vikur. Við vonumst til að fá hann aftur til æfinga en hann spilar ekki um helgina," segir Howe.

Isak spilar gegnum sársaukann
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak hefur verið að spila í gegnum tábrot og er tæpur fyrir leikinn gegn City.

„Hann er með brotna tá, það er ekki eins alvarlegt og það hljómar. Það er hægt að stýra þessu og hann getur spilað ef hann þolir sársaukastigið. Það mun ekki vera nein áhætta til lengri tíma. Hann fékk sprautu til að deyfa sársaukann fyrir leikinn gegn Fulham," segir Howe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner