Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Telja sig hafa fundið leið til að níðast á Vinícius
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Það hefur verið mikið rætt um kynþáttafordóma í garð Vinícius Junior, kantmanns Real Madrid, í spænska boltanum.

Stuðningsmenn andstæðinga hans elska að gera apahljóð og kalla rasísk slanguryrði til að reyna að ergja hann.

Atlético Madrid tekur á móti Real Madrid í stórleik helgarinnar í spænska boltanum á sunnudag og eru stuðningsmenn Atlético búnir að skipuleggja hvernig þeir ætla að leggja Vinícius í einelti.

Þeir munu mæta á völlinn með grímur til að ekki sé hægt að greina á myndavélum hverjir séu að syngja níðsöngva og hverjir ekki.

Þetta gera þeir eftir fregnir af stuðningsmanni Mallorca sem fékk skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vera með rasíska hegðun gagnvart Vinícius Junior og Samuel Chukwueze í heimaleikjum Mallorca með tveggja vikna millibili.

Þá var annar stuðningsmaður Mallorca sem er undir lögaldri einnig gripinn við að hreyta ódæðisyrðum að Aurélien Tchouaméni, miðjumanni Real Madrid, og fékk hann árslangt bann frá spænskum fótbolta.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá einum af stuðningsmannahópum Atlético Madrid, þar sem stuðningsmenn eru hvattir óbeint til þess að mæta með grímur á völlinn til að geta hreytt ódæðisyrðum að Vinícius Junior og öðrum svörtum leikmönnum Real Madrid án eftirmála.

Þeir neita sjálfir fyrir þetta þó að skilaboðin séu augljós.


Athugasemdir
banner