Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 20:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Guirassy með tvennu í endurkomu Dortmund
Mynd: Dortmund

Borussia D. 4 - 2 Bochum
0-1 Matus Bero ('16 )
0-2 Dani De Wit ('21 )
1-2 Serhou Guirassy ('44 )
2-2 Emre Can ('62 , víti)
3-2 Serhou Guirassy ('75 )
4-2 Felix Nmecha ('81 )


Dortmund hafði betur gegn Bochum eftiir að hafa lent tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik.

Bochum skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla en staðan var orðin 2-0 eftir tuttugu mínútna leik. Serhou Guirassy tókst að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Julian Brandt.

Eftir klukkutíma leik var Guirassy felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Emre Can steig á punktinn og skoraði og jafnaði metin. Guirassy skoraði annað mark sitt og þriðja mark Dortmund áður en Felix Nmecha inngsiglaði sigurinn en Karim Adeyemi lagði upp bæði mörkin.

Dortmund er með tíu stig í 2. sæti eftir fimm umferðir en þetta var fyrsti leikurinn í umferðinni. Bochum er aðeins með eitt stig í næst neðsta sæti.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 16 3 +13 12
2 Dortmund 5 3 1 1 11 9 +2 10
3 Leverkusen 4 3 0 1 13 9 +4 9
4 Freiburg 4 3 0 1 8 4 +4 9
5 Eintracht Frankfurt 4 3 0 1 7 4 +3 9
6 RB Leipzig 4 2 2 0 4 2 +2 8
7 Union Berlin 4 2 2 0 4 2 +2 8
8 Stuttgart 4 2 1 1 12 8 +4 7
9 Heidenheim 4 2 0 2 8 7 +1 6
10 Mainz 4 1 2 1 8 8 0 5
11 Werder 4 1 2 1 4 8 -4 5
12 Augsburg 4 1 1 2 7 10 -3 4
13 Wolfsburg 4 1 0 3 8 9 -1 3
14 Gladbach 4 1 0 3 5 8 -3 3
15 Hoffenheim 4 1 0 3 6 11 -5 3
16 St. Pauli 4 0 1 3 1 6 -5 1
17 Bochum 5 0 1 4 5 11 -6 1
18 Holstein Kiel 4 0 1 3 5 13 -8 1
Athugasemdir
banner
banner