Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Veikindi herja á Úlfana fyrir leikinn gegn Liverpool
Gary O'Neil stjóri Wolves.
Gary O'Neil stjóri Wolves.
Mynd: Getty Images
Liverpool heimsækir Wolves á morgun en einhver flensa hefur herjað á leikmannahóp Úlfana í aðdraganda leiksins.

Markvörðurinn Dan Bentley var veikur í síðustu umferð og einhverjir liðsfélagar hans eru tæpir fyrir leikinn gegn Liverpool.

Gary O'Neil stjóri Wolves gaf ekkert upp á fréttamannafundi í dag hvaða leikmenn gætu misst af leiknum. Úlfarnir eru á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins eitt stig.

„Það eru veikindi að trufla okkur, nokkrir sem þarf að athuga. Nokkrir misstu af æfingu í dag. Það getur margt gerst á sólarhring en við þurfum að taka stöðuna í fyrramálið," segir O'Neil.

„Við höldum í vonina en læknarnir sögðu mér að á þessu stigi væri erfitt að gefa skýr svör."

Arne Slot, kollegi hans hjá Liverpool, tjáði sig um Wolves á fréttamannafundi í morgun og þá staðreynd að liðið sé í neðsta sæti.

„Mér finnst það ekki endurspegla spilamennsku þeirra. Þeir hafa átt mjög erfiða leiki og þú þarft að taka það inn í reikninginn. Ég hef horft á nokkra leiki með þeim og þeir ættu að vera búnir að uppskera meira," segir Slot.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner