Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 27. september 2024 16:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur blandar sér í baráttuna um Júlíus Mar
Lengjudeildin
Eftirsóttur
Eftirsóttur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Mar Júlíusson, leikmaður FJölnis, er einn heitasti bitinn á íslenska markaðnum. Hann er eftirsóttur af mörgum félögum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Víkingur lagt fram tilboð í miðvörðinn.

Áður hefur verið fjallað um áhuga KR, ÍA og Val á leikmanninum en ÍA virðist ekki lengur vera í baráttunni.

Júlíus er tvítugur miðvörður sem lék í sumar sitt annað tímabil í lykilhlutverki hjá Fjölni eftir að hafa leikið 15 leiki sumarið 2022.

Hann var fjórum sinnum í liði umferðarinnar í sumar og myndaði öflugt miðvarðarpar með Baldvini Þór Berndsen. Fjölnir endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar og tapaði svo í undanúrslitum umspilsins um sæti í Bestu deildinni gegn Aftureldingu.

Júlíus er samningsbundinn Fjölni út næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner