Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
   fös 27. september 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Lengjudeildin
Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur.
Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kjartan Másson, fyrrum þjálfari Keflavíkur, með Atla Eðvaldssyni heitnum.
Kjartan Másson, fyrrum þjálfari Keflavíkur, með Atla Eðvaldssyni heitnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik hjá Keflavík í sumar.
Fyrir leik hjá Keflavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er tilhlökkun. Þetta verður skemmtilegt. Maður horfir á völlinn og verður enn spenntari," sagði Frans Elvarsson, fyrirliði Keflavíkur, við Fótbolta.net fyrir leikinn gegn Aftureldingu í úrslitum umspilsins í Lengjudeildinni á Laugardalsvelli.

Á morgun fer fram 50 milljón króna leikurinn á Laugardalsvelli þegar Afturelding og Keflavík berjast um sæti í Bestu deildinni; einn leikur sem sker úr um það hvort liðið fer upp.

„Þetta byrjaði hægt hjá okkur og við fórum illa af stað, en þegar við fengum marga leikmenn heila þá fór þetta að smella hjá okkur. Við enduðum þetta sterkt," sagði Frans um sumarið hjá Keflavík.

Lengjudeildin var hálf ótrúleg og mörg lið voru í möguleika á að fara beint upp og í umspilið.

„Þetta er spennandi fyrirkomulag sem er búið að búa til, og sérstaklega fyrir áhorfendurna. Þetta er bara skemmtilegt."

Maður var reiður að þetta hafi gerst
Keflavík mætti ÍR í undanúrslitum umspilsins og vann þar fyrri leikinn 1-4. Þá héldu einhverjir að einvígið væri búið en annað kom á daginn og ÍR komst í 0-3 í Keflavík. Leikurinn endaði hins vegar 2-3 og Keflavík fór áfram.

„Við tókum fyrri leikinn nokkuð sannfærandi en lentum svo í basli í fyrri hálfleik í seinasta leik. Ég fékk þá einmitt spurninguna hvort það hafi farið um mann þegar þeir skoruðu þriðja markið en það gerði það eiginlega ekki. Maður var reiður að þetta hafi gerst en maður hafði tilfinninguna að gæðin í okkar liði myndu sigla þessu einvígi heim," segir Frans.

Hvað gerðist á þessum kafla þar sem ÍR komst í 0-3?

„Það var einhver skriðþungi með ÍR-ingum. Þeir skoruðu úr öllum færunum sem þeir fengu. Ég held að við höfum verið með hærra xG í fyrri hálfleik en þeir skoruðu mörkin. Augnablikið var með þeim og það gerist oft í svona leikjum."

„Kjartan Másson vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót svo menn kæmu vel gíraðir inn í mót. Vonandi tók þetta okkur niður á jörðina og við mætum auðmjúkir á laugardaginn," sagði Frans.

Svipuð að getu
Keflavík mætir Aftureldingu í úrslitaleiknum en Keflvíkingar unnu báða leiki sína gegn Mosfellingum í deildinni í sumar.

„Þetta eru tvö lið sem eru svipuð að getu. Það verður leikið til þrautar en það getur allt gerst í þessu. Fótbolti er dínamískur. Þetta verður stórgóð skemmtun," sagði Frans.

Úrslitaleikurinn var svolítið lokaður í fyrra þegar Vestri vann 1-0 sigur á Aftureldingu í framlengdum leik.

„Ég hef tilfinningu fyrir því að hann verði aðeins opnara núna. Vestraliðið var kannski meira lið sem situr niðri. Ég held að bæði Afturelding og Keflavík vilji spila opnari leik."

„Það er mikil úrslitaleikjahefð í körfuboltanum og fótboltanum hjá Keflavík. Ég veit að ég mun sjá fulla stúku af bláu hafi," sagði Frans að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner