banner
   sun 27. október 2019 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Pogba frá í mánuð í viðbót
Paul Pogba er á meiðslalistanum
Paul Pogba er á meiðslalistanum
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður frá í að minnsta kosti mánuð í viðbót vegna meiðsla en Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, staðfesti þetta eftir 3-1 sigurinn á Norwich City í kvöld.

Pogba hefur verið í mánuð nú þegar en hann spilaði í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal í lok september en hefur ekki komið við sögu eftir það.

Hann fór á dögunum til Dúbaí til að huga að meiðslunum en nú er ljóst að hann mun líklega ekki snúa aftur fyrr en í lok nóvember eða byrjun desember.

„Ég held að við fáum ekki að sjá hann fyrr en í desember. Hann verður frá í einhvern tíma. Hann þarf tíma til að jafna sig og hann gæti náð leiknum gegn SHefield United eftir landsleikjahléið en ég giska á að hann snúi aftur í desember," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner