Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. október 2019 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Sandefjord einu stigi frá því að tryggja sig í efstu deild
Viðar Ari Jónsson og hans menn í Sandefjord eru að nálgast norsku úrvalsdeildina
Viðar Ari Jónsson og hans menn í Sandefjord eru að nálgast norsku úrvalsdeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska B-deildarliðið Sandefjord er búið að koma sér í ansi þægilega stöðu fyrir síðustu tvær umferðir deildarinnar en liðið er nú með sex stiga forystu á liðið í þriðja sæti eftir sigur dagsins.

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn er Sandefjord vann Ull/Kisa 2-0 en Emil Pálsson kom inná á 71. mínútu. Nú er liðið með 62 stig, sex stigum á undan Start sem er í þriðja sætinu.

Samúel Kári Friðjónsson lék þá allan leikinn er Viking tapaði 4-2 fyrir Kristiansund í efstu deildinni í Noregi.

Hjörtur í sigurliði

Hjörtur Hermannsson var í varnarlínu Bröndby og lék allan leikinn er liðið vann Randers 5-2. Þá kom Eggert Gunnþór Jónsson inná sem varamaður er SönderjyskE 3-1 fyrir Álaborg en hann kom við sögu á 25. mínútu. Ísak Óli Ólafsson var allan tímann á bekknum hjá SönderyskE.

Aron Jó og félagar á toppinn

Aron Jóhannsson kom inná sem varamaður þegar um það bil tuttugu mínútur voru eftir er Hammarby vann 2-1 sigur á Östersund. Hammarby er nú á toppnum með 62 stig, jafnmörg og Djurgården og Malmö, sem eiga þó leik inni.

Guðmundur Þórarinsson spilaði þá allan leikinn í 1-0 sigri Norrköping á Häcken. Ísak Bergmann Jóhannesson var allan tímann á varamannabekknum. Norrköping er með 56 stig í 5. sæti.

Í B-deildinni tapaði Brage 3-2 fyrir Halmstad en Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn fyrir Brage sem er í baráttu um að komast upp. Liðið er með 51 stig í 4. sæti en aðeins þrjú stig er í efsta liðið þegar ein umferð er eftir.
Athugasemdir
banner
banner