Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sænska liðið vann sanngjarnan sigur á því íslenska
Icelandair
Úr leiknum á Laugardalsvelli. Sara Björk bætti í kvöld landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur.
Úr leiknum á Laugardalsvelli. Sara Björk bætti í kvöld landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svíþjóð 2 - 0 Ísland
1-0 Sofia Jakobsson ('25 )
2-0 Olivia Schough ('57 )
Lestu textalýsingu frá leiknum

Íslenska kvennalandsliðið mætti því sænska í úrslitaleik um toppsæti riðilsins í undankeppni fyrir EM í kvöld á Gamla Ullevi leikvanginum í Gautaborg.

Liðin voru í efstu tveimur sætum riðilsins fyrir leikinn, Svíþjóð með þremur stigum meira en íslenska liðið en það sænska hafði leikið einum leik fleira.

Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og komst Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í fínt færi á tuttugustu mínútu. Áður hafði langt innkast frá Sveindísi Jane Jónsdóttur ollið usla inn á vítateig sænska liðsins.

Sænska liðið komst yfir á 25. mínútu með marki frá Sofia Jakobsson. „Þetta er hrikalega klaufalegt. Sending sem var að fara að enda hjá Söndru en Glódís skallar boltann beint fyrir fætur Jakbosson sem skorar. Algjör gjöf. Misskilningur þarna á milli Glódísar og Söndru. Það er nú óþarfi að gefa bronsliði HM svona gjöf," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í textalýsingu. Eftir markið gerðist lítið og sænka liðið leiddi í hálfleik.

Olivia Schough skoraði annað mark leiksins á tólftu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti. Brekkan orðin brattari. Íslenska liðið náði ekki að ógna marki heimakvenna að neinu ráði, ef frá er talið fínt skot Sveindísar sem var varið, eftir seinna markið og virkuðu okkar stelpur þreyttar.

Sænska liðið vann að lokum sanngjarnan 2-0 sigur og er búið að tryggja sig áfram í lokakeppnina sem fram fer á Englandi.

Íslenska liðið getur enn komist í lokakeppnina en þarf þá að enda í öðru sæti. Þrjú bestu liðin í 2. sæti úr öllum riðlunum fara beint í lokakeppnina en hin liðin í 2. sæti fara í umspil um laust sæti. Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu á útivelli eftir mánuð í lokaleikjunum tveimur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner