Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk: Ég er ótrúlega svekkt
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur í dag. Svíarnir voru sterkar," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir tap gegn Svíum í undankeppni EM, 2-0 tap.

„Þær voru að vinna öll návígi, þær voru á undan í alla bolta og við vorum eftir á. Ég er ótrúlega svekkt, þetta var ekki góður leikur hjá okkur fannst mér. Svíarnir verðskulduðu þennan sigur."

„Við verðum að halda áfram, vinna næstu tvo leiki og koma okkur á EM," sagði Sara í samtali við RÚV.

Liðin gerðu jafntefli á Laugardalsvelli eftir að Svíar komust yfir. Í dag duttu okkar stelpur niður eftir mark Svía.

„Í fyrri leiknum risum við upp og héldum áfram að sækja á þær. Einhvern veginn fannst mér þetta detta niður. Við duttum niður eftir markið og eftir seinÉna markið komumst við ekki í takt við leikinn."

Sara Björk varð í dag leikjahæsta landsliðskona Íslandssögunnar. Hún spilaði sinn 134. landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner