Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 27. október 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Scholz og Mikael mæta Liverpool - Þurfa að fækka mistökunum
Mynd: Getty Images
Alexander Scholz, varnarmaður FC Midtjylland, verður í eldlínunni gegn ensku meisturunum í Liverpool þegar liðin mætast í Meistardeildinni í kvöld.

Scholz spilaði með Stjörnunni árið 2012 en eftir góðan tíma í Belgíu hefur hann verið í lykilhlutverki hjá Midtjylland undanfarin tvö ár.

Midtjylland er í fyrsta skipti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en liðið tapaði 4-0 gegn Atalanta á heimavelli í síðustu viku. Scholz er spenntur fyrir að spila fyrsta útileik Midtjylland í riðlakeppninni.

„Þetta verður frábær reynsla fyrir okkar félag. Við vorum ekki ánægðir með margt í fyrsta leiknum okkar þegar við skoðuðum myndbönd eftir leikinn," sagði Scholz.

„Þetta verður erfiður leikur. Við þurfum að passa okkur á að gera sem fæst mistök. Annars verður okkur refsað."

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson verður einnig í eldlínunni í kvöld en hér að neðan má sjá hann á æfingu á Anfield í gærkvöldi.

Athugasemdir
banner
banner