Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. október 2021 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Bayern hafði skorað í 85 leikjum í röð fram að tapinu gegn Gladbach
Leikmenn Bayern München voru í áfalli yfir þessum úrslitum
Leikmenn Bayern München voru í áfalli yfir þessum úrslitum
Mynd: EPA
Þýska liðið Bayern München var niðurlægt af Borussia Monchengladbach í bikarnum í kvöld er liðið tapaði með fimm mörkum gegn engu en þetta er í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem liðinu mistekst að skora.

Bayern var þremur mörkum undir í hálfleik gegn Gladbach og síðan bætti Breel Embolo við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik.

Þýskalandsmeistararnir voru með sitt sterkasta lið á vellinum og úrslitin því vægast sagt óvænt.

Bayern gerði markalaust jafntefli við RB Leipzig í febrúar á síðasta ári en síðan þá hefur liðið skorað í hverjum einasta keppnisleik eða 85 leikjum.

Liðið stefndi að því að bæta metið en argentínska liðið River Plate á metið. River skoraði í 96 leikjum í röð frá 1936 til 1939.
Athugasemdir
banner
banner
banner