Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. október 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard heill en þjálfarinn notar frekar aðra leikmenn
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard var á bekknum þegar Real Madrid vann 0-1 sigur gegn erkifjendum sínum í Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann var ónotaður varamaður.

Belgíski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað stóra rullu í byrjun tímabilsins hjá spænska stórveldinu.

Hinn þrítugi Hazard hefur ekkert getað eftir að Real Madrid keypti hann frá Chelsea fyrir tveimur árum fyrir upphæð sem gæti farið upp í 146 milljónir evra. Hazard var stórstjarna hjá Chelsea en hefur engan veginn fylgt því eftir í Madríd.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Hazard síðustu tvö árin, en þau eru ekki að gera það núna.

„Hann er tilbúinn að spila, en vandamálið er að þjálfarinn vill frekar nota aðra leikmenn," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, þegar hann var spurður út í Hazard.

Ancelotti kveðst enn hafa trú á Hazard, en akkúrat núna eru aðrir leikmenn framar í goggunarröðinni. Brasilíski kantmaðurinn Vinicius hefur til að mynda verið að spila mjög vel á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner