Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. október 2021 07:45
Elvar Geir Magnússon
Pogba talaði ekki við Solskjær - Pochettino draumastjóri Man Utd
Powerade
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba.
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Pochettino er draumastjóri Man Utd.
Pochettino er draumastjóri Man Utd.
Mynd: Getty Images
Arteta vill halda Nketiah.
Arteta vill halda Nketiah.
Mynd: Getty Images
Pogba, Rodgers, Ten Hag, Pochettino, Klopp, Nketiah, Saliba, Alvarez, Dembele og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Paul Pogba (28) bað liðsfélaga sína afsökunar eftir innkomuna skelfilegu gegn Liverpool en talaði ekkert við Ole Gunnar Solskjær. Frakkinn hefur sett viðræður um nýjan samning á ís. (Sun)

Manchester United hefur teiknað upp fjögurra nafna lista yfir menn sem gætu tekið við af Solskjær. Á honum eru Zinedine Zidane, Antonio Conte, Brendan Rodgers hjá Leicester og Erik ten Hag hjá Ajax. (Sun)

Draumastjóri Manchester United er þó Mauricio Pochettino (49), Argentínumaðurinn sem stýrir Paris St-Germain. Sir Alex Ferguson er mikill aðdáandi. (Star)

Newcastle United hefur ekki gefið upp möguleika á því að Rafael Benítez (61) gæti tekið aftur við liðinu. Benítez er nú stjóri Everton. (Football Insider)

Paulo Fonseca (48), fyrrum stjóri Roma, er tilbúinn að taka við Newcastle en eigendur félagsins eru enn að vega og meta möguleikana. (Fabrizio Romano)

Dele Alli (25) var ekki valinn í leikmannahóp Tottenham sem mætir Burnley í Carabao deildabikarnum. Framtíð hans er í óvissu. (Mail)

Barcelona á enn þá von að geta fengið Jurgen Klopp (54) til að taka við af Ronald Koeman. (Sport)

Mikel Arteta segir að sóknarmaðurinn Eddie Nketiah (22) eigi framtíð hjá Arsenal. Arteta vill halda leikmanninum sem skoraði gegn Leeds í deildabikarnum í gær. (BBC)

Arsenal er í vandræðum með að sannfæra William Saliba (20) um að framtíð hans liggi hjá félaginu. Franski varnarmaðurinn hefur spilað fantavel fyrir Marseille. (Sun)

Arsenal er tilbúið að keppa við Manchester City um að tryggja sér spænska varnarmanninn Sergi Roberto (29) á frjálsri sölu frá Barcelona. (Fichajes)

Donny van de Beek (24), miðjumaður Manchester United, hafnaði Mino Raiola sem vildi gerast umboðsmaður hans. (Mike Verweij)

Chelsea hefur verið boðið að fá hollenska varnarmanninn Matthijs de Ligt (22) en Juventus vill losa þennan launaháa leikmann af launaskrá sinni. (Goal)

Brasilíski varnarmaðurinn Marcelo (33) hyggst vera áfram í Evrópu eftir að tilkynnt var um brotthvarf hans frá Real Madrid. (TNTSports)

Aston Villa, AC Milan og Bayer Leverkusen eru meðal félaga sem hafa áhuga á argentínska framherjanum Julian Alvarez (21) hjá River Plate. (CalcioMercato)

Barcelona hefur sagt franska vængmanninum Ousmane Dembele (24) að hann hafi einn mánuð til að taka samningstilboði frá félaginu. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner