mið 27. október 2021 13:15
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo lætur í sér heyra í klefanum
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo hefur reynt að þjappa leikmannahópi Manchester United saman á erfiðum tímum. Samkvæmt heimildum Manchester Evening News hefur hann hvatt liðsfélaga sína til að sýna Ole Gunnar Solskjær stuðning.

Þá á hann að hafa sagt leikmönnum til að halda áfram að leggja sig alla fram, sama hvað þeim finnst um aðferðir Solskjær eða hvort það eigi að skipta um stjóra.

Staða Solskjær er talin á veikum grunni eftir skell gegn Liverpool um síðustu helgi en hann mun stýra United gegn Tottenham á laugardaginn.

Margir leikmenn United hafa misst trú á Solskjær en ákvarðanatökur hans hafa vakið upp spurningamerki.

Ýmis nöfn hafa verið nefnd yfir stjóra sem gætu tekið við stjórnartaumunum á Old Trafford ef Solskjær verður rekinn. Háværast hefur nafn Antonio Conte verið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner