Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 27. október 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill fá Dumfries
Powerade
Denzel Dumfries.
Denzel Dumfries.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Arsenal ræðir við Edu (til vinstri) um nýjan samning.
Arsenal ræðir við Edu (til vinstri) um nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Velkomin með okkur í slúðrið. Dumfries, Ronaldo, Guimaraes, Bellingham, Höjbjerg, Skriniar og fleiri koma við sögu í Powerade slúðrinu þennan fimmtudaginn.

Chelsea hefur áhuga á hollenska varnarmanninum Denzel Dumfries (26) þar sem félagið vill fá meiri samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna. Enski landsliðsmaðurinn Reece James (22) er á meiðslalistanum. (90 min)

Liverpool er orðað við brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (24) en fær samkeppni frá Chelsea og Real Madrid um brasilíska miðjumanninn, nema Newcastle United geti sannfær hann um að skrifa undir nýjan samning. (TNT Sports)

Napoli hefur verið orðað við Cristiano Ronaldo (37) sóknarmann Manchester United en einn af stjórnendum félagsins, Cristiano Giuntoli, útilokar að Napoli fái portúgölsku ofurstjörnuna. (DAZN)

Real Madrid, Chelsea, Manchester United, Manchester City og Liverpool vilja fá enska landsliðsmiðjumanninn Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund. (Sport)

Tottenham er tilbúið að bjóða Pierre-Emile Höjbjerg (27) endurbættan samning. (Times)

Steven Zhang, forseti Inter, segir að Milan Skriniar (27) sé ekki til sölu og hann sé sannfærður um að slóvakíski miðvörðurinn verði áfram hjá félaginu. Paris St-Germain vill fá hann. (Sky Sport Italia)

Arsenal vonast til að fá brasilíska miðjumanninn Danilo (21) frá Palmeiras (21) fyrir 26 milljónir punda í janúarglugganum. Félagið mun einnig reyna við Mykhaylo Mudryk (21), vængmann Shaktar Donetsk, og spænska vængmanninn Yeremy Pino (21) hjá Villarreal. (Sun)

Tottenham gæti leyft að láta spænska vængmanninum Bryan Gil (21) og enska varnarmanninum Japhet Tanganga (23) að fara í janúar. Þá er felagið tilbúið að lána enska hægri bakverðinum Djed Spence (22). (Times)

Juventus ætlar að fá enska vængmanninn Samuel Iling-Junior (19) til að gera nýjan samning. (Calciomercato - in Italian)

Arsenal hefur fundað með Edu og ætlar að bjóða honum nýjan samning sem yfirmaður fótboltamála. (Evening Standard)

Everton hefur áhuga á portúgalska framherjanum Daniel Podence (27) en samningur hans við Wolves er til 2024. (Football Insider)

Nottingham Forest hyggst eyða milli 50 og 100 milljónum punda í leikmannakaup í janúarglugganum. (Football Insider)

Barcelona vonast til að fá inn arftaka fyrir Sergio Busquets (34) í janúar. (ESPN)

Manchester City hefur samið við Emilio Lawrence (17), miðjumann frá Everton.. (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur augastað á bandaríska miðjumanninum Tyler Adams (23) hjá Leeds United. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner