Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. október 2022 09:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný birtir mynd: Skil ekki hvernig EA Sports gerir þessar einkunnir
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir hefur farið stórkostlega af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Hún er einhver öflugasti skallaleikmaður deildarinnar og er hún næst markahæst í deildinni með þrjú mörk. Það er ansi vel af sér vikið hjá miðjumanni.

Það var létt yfir Dagný á samfélagsmiðlum í gær en þar skaut hún á EA Sports sem framleiðir FIFA tölvuleikinn vinsæla.

Dagný og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins eru í FIFA 23 tölvuleiknum sem kom út í síðasta mánuði.

Dagný er þar með einkunnina 79 og er hún á meðal öflugastu leikmanna Íslands í leiknum. Hún er hins vegar ekki sátt með einkunnina fyrir hraða sinn í leiknum.

Fyrir hraða (e. pace) fær hún hins vegar einkunnina 64. „Ég skil ekki hvernig EA Sports gerir þessar einkunnir," skrifar Dagný í léttum tón á Instagram og bendir á tölur frá æfingasvæðinu en hægt er að sjá myndina hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner