Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Elíasar á leið í MLS-deildina
Evander í leik með Midtjylland
Evander í leik með Midtjylland
Mynd: EPA
Brasilíski sóknartengiliðurinn Evander er að ganga í raðir Portland Timbers í MLS-deildinni en þetta segir bandaríski blaðamaðurinn Tom Bogert.

Evander er 24 ára gamall og hefur spilað fyrir danska félagið Midtjylland síðustu fjögur tímabil.

Danska liðið nældi sér þá í óslípaðan demant en hann hafði spilað fyrir yngri landslið Brasilíu og var allt í einu mættur í danska boltann og hefur hann svo sannarlega heillað þar.

Hjá Midtjylland hefur hann komið að 88 mörkum í 165 leikjum og vakið athygli hjá stærri liðum í Evrópu og Bandaríkjunum, en hann virðist vera nálægt því að ganga í raðir Portland Timbers í MLS-deildinni ef marka má bandríska blaðamanninn Tom Bogert.

Timbers mun borga 10 milljónir evra fyrir leikmanninn sem mun ganga í raðir félagsins um áramótin.

Þetta er þungt högg fyrir Elías Rafn Ólafsson og hans menn í Midtjylland en Evander hefur verið einn besti maður liðsins síðustu ár.

Evander spilaði áður fyrir Vasco da Gama í Brasilíu þar sem hann spilaði 52 leiki og skoraði 5 mörk.
Athugasemdir
banner