Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 27. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Viktoría Sól framlengir við Grindavík
Viktoría Sól verður hjá Grindavík næstu tvö árin
Viktoría Sól verður hjá Grindavík næstu tvö árin
Mynd: UMFG
Miðjumaðurinn Viktoría Sól Sævarsdóttir framlengdi í gær samning sinn við Grindavík en hún er nú samningsbundin út 2024.

Viktoría, sem er 22 ára gömul, hefur spilað síðustu tvö tímabil með Grindavík og verið með bestu leikmönnum liðsins.

Hún á að baki 38 leiki og 2 mörk í deild- og bikar með Grindavík en hún tók fram skóna á nýju á síðasta ári og hefur nú ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár.

„Viktoría Sól stóð sig mjög vel hjá Grindavík á síðustu leiktíð og það eru frábær tíðindi að hún ætli að taka slaginn með okkur áfram," segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Grindavík.

„Við finnum mikinn meðbyr með kvennafótboltanum í Grindavík og það verður frábært að hafa Viktoríu með okkur frá fyrsta degi á næsta keppnistímabili. Ég trúi því að hún eigi eftir að verða lykilleikmaður hjá Grindavík á næstu leiktíð."

Grindavík hafnaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar með 20 stig á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner