Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 21:18
Aksentije Milisic
Abraham fluttur á sjúkrahús í Valencia
Tammy í leiknum í kvöld.
Tammy í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Valencia og Chelsea áttust við í fjörugum leik í H riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli þar sem Daniel Wass jafnaði leikinn fyrir heimamenn með mögnuðu marki.

Tammy Abraham, framherji Chelsea, meiddist undir lok fyrri hálfleiks en hann lenti þá illa eftir átök við Ezequiel Garay, varnarmann Valencia. Abraham virtist sárþjáður eftir atvikið.

Lengi var hlúað að Abraham á vellinum áður en hann stóð sjálfur upp. Í kjölfarið átti hann í miklum vandræðum með að ganga óstuddur en ekki er ljóst um hvers konar meiðsli er að ræða. Samkvæmt heimildum Mail Online var farið með leikmanninn beinustu leið á sjúkrahús en hann þurfti að fara á börum inn í klefa.

Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea, er sérfræðingur hjá BT Sport og hann tjáði sig um atvikið.

„Það þarf mikið til þess að Tammy fari af velli. Hann er ekki þannig týpa af leikmanni sem fer af velli þegar eitthvað lítið er að. Þetta leit illa út, Tammy elskar að spila fótbolta."

Abraham var síðan mættur aftur í búningsklefann samkvæmt Frank Lampard.


Athugasemdir
banner