Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 27. nóvember 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Bandarískur tæknirisi eignast hlut í Man City
Mynd: Getty Images
Bandaríski tæknirisinn Silver Lake hefur gert risastóran samstarfssamning við Manchester City. Þá hefur fyrirtækið keypt 10% hlut í City Football group, móðurfélagi City.

City Football group á hlut í sjö knatt­spyrnu­fé­lög­um og er orðið eitt verðmætasta íþróttafélag heims.

Sjeikinn Mansour er enn meirihlutaeigandi en hann á 77% hlut í félaginu en kínverskir fjárfestar eiga 12%.

Í tilkynningu frá City er sagt að miklar vonir séu bundnar við innkomu Silver Lake en framkvæmdastjóri fyrirtækisins tekur sæti í stjórn enska fótboltafélagsins.
Athugasemdir
banner
banner