Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. nóvember 2019 21:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birki Bjarna spilað út úr stöðu hjá Villa: Er ekki kantmaður
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ítarlegt viðtal við Birki Bjarnason var í dag birt á vefsóðunni Underagaslitlamp.com. Þar fer Birkir Bjarnason yfir tíma sinn hjá Aston Villa. Birkir gekk í raðir Villa frá Basel í janúar árið 2017. Birkir yfirgaf félagið í ágúst og samdi við Al Arabi í október.

Það fyrsta sem snert er á í viðtalinu er mark Birkis gegn Wolves. Birkir fagnaði markinu af ákafa. Það er mögulega uppáhalds augnablik Birkis hjá Villa. „Ég man ég spilaði vel gegn Preston einhverjum leikjum áður. Svo byrjaði ég ekki næstu leiki og heldur ekki leikinn gegn Wolves. Það var pirringur sem braust út í þessu fagni. Ég var pirraður að ég var ekki að spila meira."

Birkir segir Villa stórt félag með marga stuðningsmenn, mjög margir sem mæta á útileiki liðsins sem er virðingarvert. Birkir segist hafa átt í góðu sambandi við stuðningsmenn á meðan dvöl sinni hjá félaginu stóð.

„Mér leið alltaf að spila fyrir stuðningsmennina á tíma mínum hjá félaginu," sagði Birkir, næst var rætt um meiðsli Birkis hjá félaginu.

„Ég var meiddist aldrei alvarlega en ég meiddist á mjög leiðinlegum tímum. Öll þrjú meiðslin komu á tímapunktum sem ég var að komast vel inn í hlutina."

Birki var oft spilað úti á kanti hjá Aston Villa en hann segist hrifnastur af því að spila á miðjunni.

„Hjá Villa leið mér betur sem djúpur miðjumaður - Ég er miðjumaður, ekki vængmaður."

„Í upphafi spilaði ég marga leiki út úr minni bestu stöðu - sem er miður. Þegar ég var loksins færður inn á miðjuna leið mér betur og ég sýndi betur mín gæði."

Athugasemdir
banner
banner