Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Eðlilegt að Guardiola sé með Meistaradeildina í forgangi
David Villa.
David Villa.
Mynd: Getty Images
David Villa, fyrrum sóknarmaður Spánar og Barcelona, segir að það sé eðlilegt að Pep Guardiola leggi áherslu á að vinna Meistaradeildina á þessu tímabili.

Talað er um að Guardiola sé með Meistaradeildina í algjörum forgangi á þessu tímabili en liðið er komið upp úr riðli sínum. Í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið misst Liverpool talsvert langt frá sér.

„Pep er augljóslega einn besti þjálfari heims og hann vill vinna alla titla. Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina og það er því eðlilegt að allt snúist um að vinna þennan bikar," segir Villa.

Villa og Guardiola unnu saman Meistaradeildina 2011 þegar þeir voru hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner