Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. nóvember 2019 12:04
Elvar Geir Magnússon
Felix er gulldrengurinn 2019 - Sjáðu topp tíu
Mynd: Getty Images
Joao Felix, leikmaður Atletico Madrid, skákaði Jadon Sancho, leikmanni Dortmund, í baráttunni um að vera gulldrengurinn 2019.

Portúgalinn var magnaður með Benfica og var keyptur fyrir háar fjárhæðir til Atletico síðasta sumar.

Þá lék Felix sína fyrstu landsleiki fyrir Portúgal á árinu og hjálpaði þjóð sinni að vinna Þjóðadeildina.

Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen, endaði í þriðja sæti.

Það eru 40 íþróttafréttamenn sem velja efnilegasta leikmanninn sem hlýtur titilinn gulldrengur Evrópu. Lionel Messi, Paul Pogba og Kylian Mbappe eru meðal leikmanna sem hafa unnið titilinn.

Matthijs de Ligt var gulldrengurinn á síðasta ári en endaði í fimmta sæti núna.

1. Joao Felix, Portúgal, Atletico Madrid
2. Jadon Sancho, England, Borussia Dortmund
3. Kai Havertz, Þýskaland, Bayer Leverkusen
4. Erling Haaland, Noregur, Red Bull Salzburg
5. Matthijs de Ligt, Holland, Juventus
6. Ansu Fati, Spánn/Gínea, Barcelona
7. Phil Foden, England, Manchester City
8. Gianluigi Donnarumma, Ítalía, AC Milan
9. Nicolo Zaniolo, Ítalía, Roma, votes 36
10. Donyell Malen, Holland, PSV Eindhoven
Athugasemdir
banner
banner
banner