Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 11:03
Elvar Geir Magnússon
Fernandes gerir nýjan samning við Sporting
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, sem hefur verið á óskalistum Manchester United og Tottenham, hefur skrifað undir nýjan samning við Sporting Lissabon.

Fernandes hafði lýst því yfir að hann vildi færa sig um set en þrátt fyrir það yfirgaf hann ekki Sporting í sumar og skrifaði svo undir nýjan samning í gær.

Samkvæmt fréttum hækkar riftunarákvæðið í nýja samningnum úr 65 milljónum punda í 85 milljónir punda.

Samningurinn er til 2023.

Þessi 25 ára miðjumaður segist stoltur af nýja samningnum og að hann sýni að hann sé að gera hlutina vel.

„Í mínum huga verða það alltaf forréttindi að vera hérna og klæðast treyju Sporting," segir Fernandes sem skoraði 32 mörk og átti 18 stoðsendingar á síðasta tímabili. Þá hjálpaði hann Portúgal að vinna Þjóðadeildina.

Fernandes hefur farið mjög vel af stað á þessu tímabili og er kominn með 9 mörk í 17 leikjum. Þá er hann tilnefndur í lið ársins hjá UEFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner