Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Neville: Fred og Pereira er ekki miðja
Fred og Pereira.
Fred og Pereira.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Andreas Pereira og Fred séu langt frá því að vera nægilega góðir miðjumenn fyrir félagið.

Vegna meiðsla Paul Pogba og Scott McTominay byrjuðu Fred og Pereira á miðjunni í 3-3 jafnteflinu gegn Sheffield United síðastliðinn sunnudag. Þeir áttu ekki skínandi leik.

„Ég er svekktur með frammistöðuna á útivelli heilt yfir og hvernig þeir hafa verið að fara inn í leikina," sagði Neville á Sky Sports um United.

„Varnarlega virkaði ekki kerfið, fimm manna varnarlínan, í fyrri hálfleiknum. Það leit út eins og annað liðið vissi hvernig ætti að spila og hitt liðið ekki."

„Ég vil ekki einu sinni tala um miðjuna því Fred og Pereira eru ekki miðja. Þetta er ekki miðja fyrir félag í miðjumoði, hvað þá fyrir félag sem eyðir eins miklu og Manchester United," sagði Neville og bætti við að það væru meiðslavandræði á miðsvæði United.

Man Utd mætir Astana frá Kasakstan í Evrópudeildinni á fimmtudag. Margir ungir leikmenn munu fá tækifærið í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner