Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haaland heldur áfram að skrifa söguna
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland var í enn eitt skiptið á skotskónum í Meistaradeildinni. Hann skoraði fjórða mark liðsins, í 4-1 sigri á Genk, eftir að hafa byrjað á varamannabekknum.

Haaland er einungis 19 ára gamall. Mark hans í kvöld innsiglaði sigurinn og heldur liðinu í möguleika á því að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Liverpool í lokaumferðinni á heimavelli. Liverpool er með 10 stig, Napoli hefur 9 og Salzburg er með 7.

Mark hans er sögulegt því hann er fyrsti táningurinn í sögu keppninnar til að skora í fyrstu fimm leikjum sínum í keppninni. Markið tryggði honum annað met því enginn hefur skorað fleiri mörk en hann í fyrstu fimm leikjum sínum, átta talsins.

Bæði Harry Kane og Diego Costa skoruðu sjö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni. Það eru þá einungis hann og Robert Lewandowski sem hafa skorað í öllum leikjum sínum í keppninni. Haaland hefur alls skorað 27 mörk í 19 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð, ótrúlegur árangur.


Athugasemdir
banner
banner
banner