Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. nóvember 2019 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Vorum ekki góðir - Ökklameiðsli hjá Fabinho
Mynd: Getty Images
Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Napoli í Meistaradeildinni í kvöld. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld.

Þar var hann spurður út í leikinn í heild sinni.

„Í klefanum hjá Napoli hugsa þeir líklega að þeir séu komnir áfram, sem þeir líklega eru. Hjá okkur hugsum við einungis um að þetta verður erfitt (gegn Salzburg í lokaleiknum) því það verður það, það verður að vera ljóst."

„Það var ekki gott að Napoli komst yfir, þeir gátu varist vel og haldið leikskipulagi sínum. Við vorum ekki góðir og við enduðum fyrri hálfleikinn alls ekki vel."

„Við fengum eitt eða tvö góð færi sem var ekki nóg til að vinna. Ef við hefðum unnið í kvöld hefðum við alltaf stefnt á sigur gegn Salzburg svo áætlunin breytist ekkert,"
sagði Klopp.

Fabinho fór af velli á 19. mínútu leiksins og Klopp tjáði sig um meiðsli miðjumannsins.

„Það stærsta í þessu öllu eru meiðsli Fabinho, það er risastórt. Það er of snemmt til að segja en við vonum að þetta sé ekki of alvarlegt. Þetta er sársauki í kringum ökklann sem er aldrei gott," sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner