Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Lampard segir að Barkley hafi sýnt skort á fagmennsku
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að miðjumaðurinn Ross Barkley hafi sýnt skort á fagmennsku þegar hann var myndaður ber að ofan á næturklúbbi í Dubai.

Atvikið átti sér stað í landsleikjaglugganum en þessi 25 ára leikmaður verður ekki með gegn Valencia í Meistaradeildinni.

Lampard segir að Barkley, sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli, þurfi að svara inni á vellinum.

„Ég kann vel við Ross, hann er klárlega einn af mínum mönnum. Hann er enn að glíma við smá meiðsli svo hann verður bara að jafna sig vel og æfa af krafti," segir Lampard.

Barkley skemmti sér greinilega vel á næturklúbbnum eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner