Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. nóvember 2019 20:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn unglingaliðs Liverpool rifust gegn Napoli
Curtis Jones
Curtis Jones
Mynd: Getty Images
Unglingalið Liverpool mætti í dag Napoli í Evrópukeppni unglingaliða. Liverpool sigraði leikinn 7-0.

Curtis Jones skoraði þrennu í fyrri hálfleik en honum og Harvey Elliott lenti saman í stöðunni 2-0. Jones ætlaði sér að taka vítaspyrnu og hann gerði það, kom liðinu í 3-0.

Eftir vítaspyrnuna sáust þeir rífast og þar sást Jones öskr á Elliott og sagði honum að halda sér saman.

Mirror les þannig í þetta að Jones hafi sagt: „Hey Harvey. Haltu þér saman eða ég tek næstu spyrnu líka. Haltu kjafti," sem gefur til kynna rifrildi tengdu því hver átti að taka vítaspyrnuna.

Hér að neðan má sjá Instagram færslu Jones þar sem hann segist liðsfélaga rífast í sífellu. Hann þakkar Elliott þá fyrir stoðsendinguna. Elliott svaraði þessu með 'hjarta' og 'félagi' fylgdi með. Þeir virðast hafa grafið stríðsöxina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner