Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. nóvember 2019 10:15
Elvar Geir Magnússon
Nuno orðaður við stjórastól Arsenal - Aubameyang til Spánar?
Powerade
Nuno stýrir Úlfunum.
Nuno stýrir Úlfunum.
Mynd: Getty Images
Aubameyang til Barcelona?
Aubameyang til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Gerir Manchester United janúartilboð í Erling Braut Håland?
Gerir Manchester United janúartilboð í Erling Braut Håland?
Mynd: Getty Images
Nuno, Emery, Aubameyang, Sancho, Moyes, Sterling, Sane og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum. BBC tók saman.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, er talinn líklegastur til að verða næsti stjóri Arsenal þegar Unai Emery hverfur á braut. (Mail)

Starfslið Arsenal telur að Emery verði rekinn en það er þó búist við því að hann verði við stjórnvölinn á fimmtudag þegar liðið leikur gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni. (Goal)

Ef Arsenal mistekst að vinna Frankfurt og svo Norwich á sunnudag mun það leiða til þess að Emery missir starfið. (Express)

Barcelona og Real Madrid eru tilbúin að gera tilboð í sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyang (30) hjá Arsenal. Gabonmaðurinn er sagður hafa áhuga á að færa sig um set. (Mirror)

Spænsku meistararnir í Barcelona leiða kapphlaupið um Aubameyang. (Star)

Everton gæti reynt að fá Jorge Jesus til að taka við liðinu af Marco Silva. Jesus stýrði Flamengo til sigurs í brasilísku deildinni og Copa Libertadores. (Telegraph)

Everton gæti lent í baráttu við West Ham um að fá David Moyes sem næsta stjóra. (Mirror)

Manchester United telur sig vera fremst í baráttu um Jadon Sancho (19), sóknarleikmann Borussia Dortmund. (Telegraph)

Raheem Sterling, framherji Manchester City, gæti fengið 350 þúsund pund í vikulaun með nýjum samningi og orðið launahæsti leikmaður félagsins. (Sky Sports)

Umboðsmaður Leroy Sane (23), vængmanns Manchester City, hefur fundað með Bayern München. Þýskalandsmeistararnir ætla að bíða til sumars með tilboð. (Goal)

Manchester United, Tottenham og Liverpool eru meðal félaga sem vilja fá enska sóknarmanninn Ricky-Jade Jones (17) frá Peterborough United. (Mail)

Bayern München ætlar ekki að ráða Mauricio Pochettino en Hansi Flick verður væntanlega áfram með stjórnartaumana út tímabilið. (Goal)

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er enn ákveðinn í að fá franska miðjumanninn Paul Pogba (26) frá Manchester United. Florentino Perez, forseti Real, vill frekar fá Christian Eriksen (27) frá Tottenham eða Fabian Ruiz (23) frá Napoli. (Mirror)

Real er ekki með neina áætlanir um að selja brasilíska framherjann Vinicius Junior (19) þrátt fyrir lítinn spiltíma hans með aðalliðinu síðustu vikur. (Marca)

Jessa March, stjóri Red Bull Salzburg, er vongóður um að halda norska sóknarmanninum Erling Braut Håland (19) út tímabilið allavega. (CNN)

Búist er við því að Manchester United geri tilboð í Håland þegar janúarglugginn opnar í janúar. (Times)

Talið er að fyrstu tilboð í Håland verði í kringum 60 milljónir punda en gætu endað í um 85 milljónum punda. (Sun)

Neil Critchley, þjálfari varaliðs Liverpool, mun stýra deildabikarleik Liverpool gegn Aston Villa á meðan Jurgen Klopp ferðast til Katar vegna HM félagsliða. (Times)

Christian Purslow, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að það sé engin pressa á að selja Jack Grealish (24). (Mail)

Arsenal undirbýr janúartilboð í enska varnarmanninn Joe Worrall (22) hjá Nottingham Forest. (Football Insider)

Manchester United ætlar að virkja framlengingu á samningi hollenska varnarmannsins Timothy Fosu-Mensah (21). (Sun)

Kínverska raftækjafyrirtækið Haier hefur hafnað fréttum þess efnis að það verði nýr styrktaraðili á treyjum Manchester United. (Mirror)

Rangers í Glasgow útileikar að selja kólumbíska sóknrmanninn Alfredo Moreno (23) í janúar en Leicester City hefur sýnt honum áhuga. (Star)

Eftir tap Barcelona gegn Liverpool í Meistaradeildinni á síðasta tímabili sendi Lionel Messi (32) skilaboð til Neymar (27) hjá PSG og bað hann um að snúa aftur til Börsunga. (France Football)

Antoine Griezmann (28) viðurkennir að vera ekki alveg kominn inn í leikstíl Barcelona. (Radio Montecarlo)

Tottenham hefur áhuga á þýska markverðinum Alexander Nubel (23) hjá Schalke. (TalkSport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner