Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. nóvember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússar munu geta spilað á EM þrátt fyrir mögulegt bann
Rússneska landsliðið er búið að tryggja sér þáttökurétt á EM.
Rússneska landsliðið er búið að tryggja sér þáttökurétt á EM.
Mynd: Getty Images
Rússland mun geta spilað á EM næsta sumar þrátt fyrir að þjóðin verði dæmd í fjögurra ára bann frá íþróttakeppnum.

Nefnd á vegum Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA, hefur lagt það til að Rússar verði settir í fjögurra ára bann. Talið er að rússneska lyfjaeftirlitið hafi falsað gögn.

Sky Sports segir hins vegar frá því að ef Rússar verði dæmdir í bannið, að þá muni það ekki hafa áhrif á þáttöku landsins á EM í fótbolta næsta sumar.

Rússar eru búnir að tryggja sér þáttökurétt á mótinu og verður St. Pétursborg ein af gestgjafaborgunum 12. Nú þegar er ljóst að Rússar eru í riðli með Belgíu og Danmörku.

Þó gæti mögulegt bann haft áhrif á Ólympíuleikana, Ólympíuleika fatlaðra og HM í fótbolta 2022 fyrir Rússa. Nánar má lesa um málið hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner