Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. nóvember 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist ekki hafa verið tekinn út úr liðinu út af "lækinu"
Antonio Valencia.
Antonio Valencia.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Antonio Valencia spilaði ekki í síðustu leikjum Jose Mourinho hjá Manchester United.

Í október á síðasta ári líkaði Valencia við mynd á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem kallað var eftir því að Mourinho yrði rekinn. Eftir það spilaði Valencia ekki meira fyrir Mourinho.

Valencia, sem var fyrirliði United, segir að ástæðan sé ekki það sem hann gerði á Instagram.

„Ég gerði mistök. Ég var á Instagram og ýtti á 'like' takkann við ummæli hjá aðdáanda. Ég áttaði mig ekki á því sem stóð í færslunni. Jose er gáfaður náungi. Ég fór til hans og baðst afsökunar, og þannig endaði sagan," sagði Valencia við The Athletic.

„Hann sagði: 'Ekkert mál'. Ég spilaði ekki í síðustu leikjum hjá Jose, en það hafði ekkert með þetta að gera. Það voru aðrar ástæður fyrir því. Ég lenti í kálfameiðslum og það truflaði frammistöðu mína. Þess vegna spilaði ég ekki."

Að eigin sögn líkaði Valencia það vel að spila undir stjórn Mourinho, sem er nú stjóri Tottenham.

„Jose er rólegri en hann lítur út fyrir að vera. Við lögðum mikið á okkur, og þegar við töpuðum þá var hann harður við okkur. En hann hafði gott hugarfar. Þegar við unnum leiki, þá vildi hann líka vinna næsta leik. Það skipti hann miklu máli. Það er það sem sigurvegarar gera, ekki satt?"

„Þegar við fengum frídaga, þá vildi hann að við værum skynsamir, hreinsuðum hugann og mættum alveg ferskir á næstu æfingu. Þess vegna hefur hann unnið svona mikið."

„Þegar hann hrósar þér, þá getur hann látið þér líða eins og þú sért svo sérstakur. Þegar hann kom þá gerðist nákvæmlega það sem ég bjóst við: við unnum titla."

„Það gerðum við, við unnum tvo á hans fyrsta tímabili. Hann er sigurvegari; hann veit hvað hann vill og það komst áleiðis."

Eftir síðasta tímabil yfirgaf Valencia United og fór heim til Ekvador, til LDU Quito.
Athugasemdir
banner
banner