Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. nóvember 2019 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: VAR leiðrétti aðstoðardómarann - Pulisic kom Chelsea yfir
Mynd: Getty Images
Á 50. mínútu leiks Valencia og Chelsea skoraði Christian Pulisic annað mark Chelsea og kom liðinu yfir.

Sjá einnig:
Kovacic jafnaði innan við mínútu eftir mark Valencia - Ótrúlegt klúður Maxi Gomez

N'Golo Kante átti fyrirgjöf sem Kurt Zouma skallaði innfyrir varnarlínu Valencia og þar mætti Christian Pulisic. Aðstoðardómarinn dæmdi rangstöðu en með aðstoð VAR var markið dæmt gott og gilt.

Leikmenn Valencia voru ekki sáttir og fékk Ezequiel Garay að líta gula spjaldið fyrir mótmæli í kjölfarið.

Markið má sjá hér að neðan en þar sést hins vegar ekki að VAR breytti dómnum eftir nokkura mínútna töf. Markið er fyrsta mark Christian Pulisic fyrir Chelsea í Meistaradeildinni.

Markið má sjá hér.

Þess má geta að Kepa Arrizabalaga var rétt í þessu að verja vítaspyrnu frá Dani Parejo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner