Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. nóvember 2019 11:52
Elvar Geir Magnússon
Þeir þrír sem Solskjær vill fá til að bæta sóknarleikinn
Það er Håland sem er í forgangi hjá United.
Það er Håland sem er í forgangi hjá United.
Mynd: Getty Images
The Times segir að Manchester United muni leggja allt kapp á að fá norska sóknarmanninn Erling Braut Håland frá Red Bull Salzburg í janúarglugganum.

Þessi 19 ára leikmaður er með 26 mörk í 18 leikjum á tímabilinu og er sagður undir smásjá félaga á borð við Liverpool, Real Madrid og Barcelona.

Búist er við því að Håland muni kosta yfir 60 milljónir punda en austurríska félagið vill helst ekki missa hann á miðju tímabili.

United telur best að bregðast sem fyrst við því baráttan um leikmanninn gæti orðið enn harðari næsta sumar og verðmiðinn hækkað.

Solskjær er einnig með James Maddison hjá Leicester og Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund á óskalista sínum. Það er þó hægara sagt en gert að krækja í þá leikmenn.

Leicester vill alls ekki missa Maddison og Sancho er sagður vilja fara í spænska boltann. Sancho er ósáttur hjá Dortmund en samband hans og stjórans Lucien Favre hefur versnað.

En það er Håland sem er í forgangi hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner