Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. nóvember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarinn þurfti að segja Haaland að taka vítin
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch, þjálfari Salzburg í Austurríki, hefur talað um það hversu óeigingjarn norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland er.

Haaland hefur slegið í gegn með Salzburg. Hann hefur skorað 26 mörk í 18 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili, og stórliðin í Evrópu fylgjast grannt með honum.

Marsch hefur ekkert nema góða hluti að segja um Haaland, það eina er að hann er kannski of óeigingjarn.

„Frá því ég kynntist honum hef ég ekki séð eitt augnablik af sjálfselsku frá honum," sagði Marsch við CNN Football.

„Á ákveðnum tímapunkti leyfði hann liðsfélögunum að taka vítaspyrnurnar því hann vildi deila jákvæðu orkunni. Ég þurfti að stíga inn í og segja þeim að Erling tæki vítaspyrnurnar."

„Þannig einstaklingur er hann."

„Hann hefur möguleika á því að vera ótrúlega háu stigi. Hann hefur hæfileikana, en það er líka mikilvægt að hann hafi góðan persónuleika."

Marsch telur að Haaland hafi tekið góða ákvörðun með því að fara til Salzburg frá Molde í Noregi.

„Félagið er stórkostlegur staður fyrir unga leikmenn að þróa sinn leik. Þetta er rólegur bær, og deildin er þannig að leikmennirnir geta gert mistök en samt blómstrað áður en þeir taka næsta skref í stærri deildir og stærri félög," sagði Marsch sem vonast til að Haaland klári tímabilið í Austurríki.

„Hann og faðir hans tóku mjög góða ákvörðun að koma hingað."

Salzburg verður í eldlínunni í Meistaradeildinni í kvöld gegn Genk frá Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner