Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. nóvember 2021 15:14
Aksentije Milisic
Tók Liverpool innan við tvær mínútur að komast yfir
Mynd: EPA
Nú er nýhafinn leikur Liverpool og Southampton í ensku úrvalsdeildinni en leikið er á Anfield.

Jurgen Klopp gerði þrjár breytingar á byrjunarliði sínu og var Andy Robertson einn af þeim sem kom inn í liðið á ný.

Robertson var ekki lengi að stimpla sig inn en leikurinn var ekki orðinn tveggja mínútna gamall þegar Liverpool tók forystuna.

Góð sókn heimamanna endaði með því að Robertson fann Portúgalann Diogo Jota sem skilaði knettinum í netið. Mohamed Salah var einnig mættur og var klár að setja boltann í netið.

Jota var hvildur í leiknum gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og því mætti hann ferskur í leikinn í dag og eins og áður segir voru ekki tvær mínútur komnar á klukkuna þegar boltinn var kominn í netið.

Þetta var sjötta mark Jota í deildinni á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner