Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. desember 2017 09:40
Elvar Geir Magnússon
Barcelona reynir að fá Özil í janúar
Powerade
Mesut Özil verður samningslaus við Arsenal á komandi ári.
Mesut Özil verður samningslaus við Arsenal á komandi ári.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal.
Arturo Vidal.
Mynd: Getty Images
Hápunktur jólanna er að baki en nú fer að taka við önnur veisla. Sjálfur janúarglugginn. Þá er gósentíð í slúðrinu!

Mesut Özil (29), miðjumaður Arsenal, er ofarlega á óskalista Barcelona sem ætlar að fá til sín fimm leikmenn í janúarglugganum. (Marca)

Southampton hefur loks játað sig sigrað í baráttunni um að halda í vanrarmanninn Virgil van Dijk (26) en ætlar ekki að selja hann fyrir minna en 70 milljónir punda. (Sun)

Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, telur að Olivier Giroud, sóknarmaður Arsenal, muni ekki fara á Goodison Park í janúar þar sem eiginkona leikmannsins vilji ekki fara norðar. (Liverpool Echo)

Everton hefur sýnt áhuga á tyrkneska landsliðssóknarmanninum Cenk Tosun (26) hjá Besiktas. Hann er fæddur í Þýskalandi. (Daily Mail)

Arsenal er tilbúið að bjóða Jack Wilshere (25) nýjan langtíma samning. (Sun)

Juventus gæti boðið vængmanninn Marko Pjaca (26) sem hluta af samningnum um að fá miðjumanninn Emre Can (23) frá Liverpool. (Tuttosport)

Jose Mourinho vill fá nýja „tíu" í leikmannahóp Manchester United í janúarglugganum. (Manchester Evening News)

Sóknarmaðurinn Mauro Icardi (24) hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Inter en Real Madrid hefur áhuga. (Calciomercato)

West Ham hefur áhuga á Steven N'Zonzi (29), miðjumanni Sevilla, en Arsenal og Everton mun veita samkeppni. (Sun)

Carlos Carvalhal, fyrrum stjóri Sheffield Wednesday, kemur til greina sem næsti knattspyrnustjóri Swansea. Félagið segist ætla að gefa sér tíma til að ráða mann í stað Paul Clement. (Wales Online)

Marouane Fellaini (30), veit ekki hvort hann muni verða áfram hjá Manchester United þó hann fengi endurbættan samning. (Manchester Evening News)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, útilokar ekki að gera tilboð í Arturo Vidal (30) miðjumann Bayern München. (Daily Mail)

Umboðsmaður miðjumannsins Yaya Toure (34) segir að leikmaðurinn sé ekki á förum frá Manchester City í janúar. (Sky Sports)

Brendan Rodgers, stjóri Celtic, segir að það þurfi stjarnfræðilega hátt tilboð til að skosku meistararnir selji sóknarmanninn Moussa Dembele (21) í janúar. Brighton, West Ham og Everton vilja öll fá hann. (Daily Mirror)

Vincent Kompany heldur liðsfélögum sínum í Manchester City á tánum með því að minna þá á hvernig Manchester United klúðraði kapphlaupinu um titilinn 2012. (Telegraph)

Emmanuel Eboue (34) hefur verið boðin lagaráðgjöf til að reyna að snúa við dómi sem skildi hann eftir heimilislausan eftir skilnað. (Mirror)

Eden Hazard leikmaður Chelsea segir að Lionel Messi sé besti leikmaður heims þó Cristiano Ronaldo hafi unnið gullknöttinn. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner