Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. desember 2017 09:57
Elvar Geir Magnússon
Emil keypti íslenskar landsliðstreyjur handa leikmönnum Udinese
Icelandair
Emil er 33 ára.
Emil er 33 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Emil Hallfreðsson hefur pantað 30 íslenskar landsliðstreyjur sem hann ætlar að gefa liðsfélögum og starfsmönnum hjá Udinesea á Ítalíu.

Hann greinir frá þessu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu.

Eins og aðrir Íslendingar er Emil gríðarlega spenntur fyrir HM í Rússlandi. Á meðan situr ítalska landsliðið heima en liðið tapaði fyrir Svíþjóð um umspili um sæti í lokakeppninni.

„Það var bara þjóðarsorg hérna þegar ítalska liðið komst ekki áfram. Það er auðvitað pínulítið skrýtið að maður sé á sama tíma sjálfur að fara á mótið. Maður er alltaf að lauma því að Ítölunum hérna og þegar ég heimsótti Errea-bækistöðvarnar um daginn, þar sem við unnum að gerð íslenska HM-búningsins, pantaði ég 30 landsliðstreyjur sem ég ætla að deila út til Ítalanna í liðinu og kringum það. Maður lætur þá alveg finna duglega fyrir þessu," sagði Emil.

Ísland mun leika í nýjum treyjum frá Errea á HM í Rússlandi en nýja hönnunin hefur ekki verið gerð opinber.

Peningarnir stjórna öllu
Í fyrsta sinn er leikið í ítalska boltanum yfir jólahátíðina og er Emil því á fullu í vinnunni á meðan fjölskylda hans fór heim til Íslands.

„Þetta er svolítið furðulegt, þar sem Ítalirnir eru nú strangtrúuð þjóð. Við spilum á Þorláksmessu, 30. desember og 6. janúar, en við fáum svo vikufrí í janúar. Ætli þetta snúist ekki eins og svo margt í dag um peninga. Þeir stjórna því miður öllu. Fjölskylda mín fór til Íslands en ég er bara hérna á hóteli með liðinu og einbeiti mér að þessum leikjum og svo höldum við einhver „mini"-jól þegar þau koma aftur," sagði Emil í Morgunblaðinu en hann gerði á dögunum nýjan þriggja ára samning við Udinese.
Athugasemdir
banner
banner
banner